Lög um fráveitur 2015, kynning á breytingum

Málsnúmer 201502014

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 24. fundur - 11.02.2015

Samband íslenskra sveitarfélags sendi tilkynningu um að til stæði að breyta lögum um fráveitur. Meginmarkmið frumvarpsins er að skýra og treysta grundvöll álagningar fráveitugjalds sem fráveitur sveitarfélaga innheimta fyrir þá almannaþjónustu sem þær veita. Frumvarpinu er enn fremur ætlað að skýra og styrkja gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna gagnvart viðskiptavinum þeirra.
Lagt fram til kynningar.