Iðkendaupplýsingar úr Æskurækt haust 2014

Málsnúmer 201501149

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 65. fundur - 03.02.2015

Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tölfræðiniðurstöður sem unnar hafa verið úr iðkendatölum úr ÆskuRækt. Hlutfall hvatagreiðslna stendur í sumum tilfellum alfarið undir kostnaði á þátttökugjöldum viðkomandi einstaklings og að verulegu leyti í mörgum tilfellum. Með hækkun á hvatagreiðslum í haust er styrkur nú hlutfallslega meiri, en hann hækkaði úr 1.400 í 1.700 á mánuði fyrir hverja tómstund.

Skoða þarf leiðir til að auka skráningu í ÆskuRækt en nokkuð er um að börn iðki íþróttir/félagsstarf en eru ekki skráð.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að fundað verður með gjaldkerum félaganna til að fara yfir ferlið og í samningagerð með íþróttafélögum fyrir næstu ár verði gripið til aðgerða til að upplýsingar úr ÆskuRækt verði sem réttastar.