Frá Viðlagatryggingu Íslands; Mannvirki sem skylt er tryggja hjá Viðlagatryggingu Íslands.

Málsnúmer 201501118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 725. fundur - 29.01.2015

Tekið fyrir erindi frá Viðlagatryggingu Íslands, bréf dagsett þann 16. janúar 2015, þar sem vakin er athygli á vátryggingarskyldu á mannvirkjum þótt þau séu ekki brunatryggð, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 55/1992 um Viðlagatryggingu Íslands. Um er að ræða eftirtalin mannvirki:

1. Hitaveitur, vatnsveitur og skolpveitur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs.
2. Hafnarmannvirki í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs.
3. Brýr sem eru 50 m eða lengri.
4. Raforkuvirki, þar á meðal dreifikerfi, stíflur og veitumannvirki í eigu hins opinbera.
5. Síma- og fjarskiptamannvirki í eigu hins opinbera.
6. Skíðalyftur.

Eigendur mannvirkja sem falla undir ofangreind skulu fyrir 1. mars á hverju ári senda VÍ viðeigandi upplýsingar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.