Könnun vegna sumarlokunar 2015

Málsnúmer 201501116

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 189. fundur - 11.02.2015

Á 187. fundi fræðsluráðs var ákveðið að óska eftir ábendingum frá foreldrum varðandi sumarlokun í leikskólum. Sumarlokunin hefur verið á svipuðum tíma síðustu ár, þ.e. 4 vikur frá miðjum júlí og fram yfir Fiskidag.

Sex ábendingar bárust frá foreldrum um mögulegar breytingar en þær voru af ólíkum toga en um 125 börn eru á leikskólunum.

Fræðsluráð sér ekki ástæðu til að leggja til breytingar á sumarlokun og samþykkir því óbreytt fyrirkomulag.

Gísli Bjarnason kom inn á fundinn.