Svör stofnana og sviða Dalvíkurbyggðar vegna spurninga um heilsueflandi Samfélag

Málsnúmer 201501115

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 65. fundur - 03.02.2015

Um miðjan janúar var gerð könnun meðal forstöðumanna stofnana og sviðsstjóra í Dalvíkurbyggð varðandi stefnumörkun og ákvarðana sem hafa verið teknar um heilsueflingu síðan verkefnið Heilsueflandi Dalvíkurbyggð hófst.

Stofnanir og svið eru komin mis langt á veg með slíka vinnu en ekki bárust svör frá öllum vinnustöðum.
Starfshópur um heilsueflandi samfélag mun taka saman svörin og miðla hugmyndum til áhugasamra á heimasíðu verkefnisins sem er að finna á www.dalvikurbyggd.is.

Jafnframt var send út spurningakönnun til stærri fyrirtækja í sveitarfélaginu, þær niðurstöður verða jafnframt birtar á heimasíðu verkefnisins.