Íbúafundur, tillaga frá formanni byggðarráðs.

Málsnúmer 201501110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 724. fundur - 22.01.2015

Á fundinum var kynnt tillaga formanns byggðarráðs um að halda íbúafund um almennt málefni sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að móta tillögu að spurningum sem nota mætti í könnun í gegnum Íbúagáttina til að nálgast hvert þema íbúafundar ætti að vera og hvað brennur mest á íbúum sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 725. fundur - 29.01.2015

Undir þessum lið kom Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, á fundinn kl. 13:34.

Á 724. fundi byggðarráðs þann 22. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:
Á fundinum var kynnt tillaga formanns byggðarráðs um að halda íbúafund um almennt málefni sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að móta tillögu að spurningum sem nota mætti í könnun í gegnum Íbúagáttina til að nálgast hvert þema íbúafundar ætti að vera og hvað brennur mest á íbúum sveitarfélagsins.

Upplýsingafulltrúi kynnti hugmynd að því hvernig spurning/ar í gegnum Íbúagáttina gætu verið settar upp.

Ofangreint til umræðu og ýmsar hugmyndir um framsetningu á fundinum.

Margrét vék af fundi kl.13:50
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að uppsetningu fundarins og dagsetningu.

Byggðaráð - 726. fundur - 12.02.2015

Á 725. fundi byggðarráðs þann 29. janúar s.l. var Upplýsingafulltrúa falið að koma með tillögu að uppsetningu á áformuðum íbúafundi sem og dagsetningu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga Upplýsingafulltrúa hvað varðar ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Upplýsingafulltrúa að leggja fyrir næsta fund byggðarráðs endanleg drög að dagskrá sem tekur mið að ofangreindu með nánari útfærslu. Gert er ráð fyrir að fundurinn yrði 12.mars n.k.
Byggðarráð vísar einnig ofangreindum drögum til umfjöllunar og upplýsingar í framkvæmdastjórn.

Byggðaráð - 727. fundur - 26.02.2015

Undir þessum lið kom Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, á fundinn kl. 13:41.

Á 726. fundi þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Upplýsingafulltrúa að leggja fyrir næsta fund byggðarráðs endanleg drög að dagskrá sem tekur mið að ofangreindu með nánari útfærslu. Gert er ráð fyrir að fundurinn yrði 12.mars n.k.
Byggðarráð vísar einnig ofangreindum drögum til umfjöllunar og upplýsingar í framkvæmdastjórn."

Upplýst var á fundinum að framkvæmdastjórn fjallaði um ofangreint á fundi sínum þann 16. febrúar s.l.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi drög að dagskrá með nánari útfærslu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að dagskrá með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og að stefnt verði á að hafa fundinn 24. mars n.k.