Framlenging á samningi um skólaakstur

Málsnúmer 201501041

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 188. fundur - 14.01.2015

Fræðsluráð ræddi um skólaakstur og möguleika á að framlengja samning við fyrirtækið Ævar og Bóas ehf.

Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Fræðsluráð - 189. fundur - 11.02.2015

Með fundarboði fylgdu drög að tveggja ára framlengingu samnings við fyrirtækið Ævar og Bóas ehf. um skólaakstur nemenda í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, sbr. ákvörðun á síðasta fundi fræðsluráðs. Framlengingin gildir fyrir skólaárin 2015-2017.

Fræðsluráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir með fjórum greiddum atkvæðum og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Felix Rafn Felixson greiddi atkvæði gegn samningnum.

Magnús Guðmundur Ólafsson kom inn á fundinn.