Trúnaðarmál

Málsnúmer 201501027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 722. fundur - 08.01.2015

Bókað í trúnaðarmálabók.

Hildur Ösp vék af fundi kl. 13:57.

Byggðaráð - 724. fundur - 22.01.2015

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 725. fundur - 29.01.2015

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Á 2 fundum byggðarráðs hefur verið til umfjöllunar erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 18. desember 2014, þar sem fram kemur að Hildur Ösp áformar að fara erlendis og dvelja um tíma í enskumælandi landi. Hildur Ösp áformar að ef verður að dvelja erlendis frá júní 2015 og fram að jólum/ áramótum 2015. Í þessu sambandi óskar Hildur Ösp eftir:

*Að vera í 30% starfshlutfalli í fjarvinnu. Í því felst að hún sinni þeim verkefnum sem þola ekki bið og verða ekki auðveldlega falin öðrum.
*Að 20% starfshlutfall verði samþykkt (1. dagur á viku) sé hugsaður sem símenntun.
*Inneign á orlofi verði nýtt á tímabilinu og það sem upp á vantar í fullt starf verði lögbundið launalaust foreldraorlof.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim fundum sem hann hefur átt með kennsluráðgjafa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs frá síðasti fundi byggðarráðs hvað varðar útfærslur á afleysingu. Einnig kom fram á fundinum að símenntun sviðsstjóra felst í að læra ensku, kynna sér fræðslumál og kennsluhætti en sviðsstjóri mun gera nánar grein fyrir því síðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ofangreindri beiðni sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Hildur Ösp vék af fundi kl. 13:19.