Snjómokstur

Málsnúmer 201412081

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 93. fundur - 12.12.2014

Til umræðu breytingar á reglum um snjómokstur í Dalvíkurbyggð
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar styður bókun Karls Atlasonar á 258. fundi umhverfisráðs þann 12.12.2014 þar sem endurskoðaðar snjómoksturreglur voru samþykktar.

Ráðið hvetur sveitarstjórn til að beita sér fyrir aukinni vetrarþjónustu af hendi Vegagerðarinnar og komið verði á bundnu slitlagi í Skíðadal og fram Svarfaðardal.
Reynslan sýnir að þeir kaflar sem lagðir hafa verið bundnu slitlagi á þessum stöðum hafa reynst vel án sérstakrar undirbyggingar.