Skrautbúningur fjallkonu

Málsnúmer 201412047

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 47. fundur - 11.12.2014

Undir þessum lið kom á fundinn Hjördís Jónsdóttir en hún hefur aðstoðað og passað upp á búninginn í áratugi.
Farið var yfir stöðu á skautbúningi Fjallkonu sem notaður er 17. júní ár hvert. Kjóllinn var fermingarkjóll Guðlaugar Þorbergsdóttur en hún er stjúpdóttir Kristjáns Eldjárns Jóhannssonar og Önnu Arngrímsdóttur sem bjuggu í Brekku á Dalvík.
Kjóllinn er tvískiptur ljós að lit. Faldinn gerði Friðrika Óskarsdóttir. Höfuðbúnaðurinn sem notaður hefur verið, krókur og spöng, er í eigu Soffíu Guðmundsdóttur en Hjördís á næluna. Umræða var um hvort rétt sé í framtíðinni að búningurinn verði geymdur á Hvoli en Hjördís er tilbúin að halda utan um búninginn eftir sem áður og kann ráðið henni bestu þakkir fyrir það.
Rætt var um hvort rétt væri að leita leiða til að eignast annan búning til að verja þennan en ekkert verður gert í því í bili.

Menningarráð þakkar Hjördísi kærlega fyrir upplýsingarnar og komuna á fundinn.