Ályktun Þroskahjálpar

Málsnúmer 201411102

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 183. fundur - 25.11.2014

Félagsmálastjóri lagði fram ályktun frá Þroskahjálp dags. 23.10.2014. Ályktunin er eftirfarandi: "Landssamtökin Þroskahjálp fagna því að Stígamót hafa nýverið ráðið sérmenntaðan starfsmann til að sinna fötluðu fólki sem orðið hefur fyrir ofbeldi. Samtökin benda á þá staðreynd að fatlað fólk, bæði fullorðnir og börn, eru því miður frekar útsett fyrir ofbeldi en aðrir. Því ættu aðrar stofnanir samfélagsins sem vinna að slíkum málum að taka sér Stígamót til fyrirmyndar og efla sérþekkingu sína hvað varðar fatlanir og fatlað fólk".
Lagt fram til kynningar.