Jólaaðstoð - Samstarf Mæðrastyksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð

Málsnúmer 201411094

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 183. fundur - 25.11.2014

Félagsmálastjóri lagði fram bréf dags. 15.nóvember 2014 vegna samstarfs Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð. Í bréfinu kemur fram að um þessar mundir séu að hefjast fjáröflun vegna jólaaðstoðar eins og undanfarin ár. Samstarfið hjá ofantöldum aðilum hefur gengið mjög vel og hafa félögin ákveðið áframhaldandi samstarfi. Söfnunarfé er notað til kaupa á gjafakortum til handa einstaklingum á Eyjafjarðarsvæðinu sem eru illa staddir fjárhagslega. Samtals fengu 300 fjölskyldur aðstoð í fyrra. Óskað er eftir fjárstyrk frá sveitarfélaginu í þetta samstarf. Undanfarin ár hefur félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar átt gott samstarf við fyrrgreinda nefnd vegna jólaaðstoðar við einstaklinga í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð samþykkir að leggja til kr. 100.000 til samstarfsins. Tekið af lið 02-80-9145