Kjör í Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar, sbr. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, 46. gr.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201410301

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 263. fundur - 25.11.2014

Á 262. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2014 var meðal annars eftirfarandi bókað varðandi ofangreint:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Degi Atlasyni lausn frá störfum úr Ungmennaráði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta um að fresta umfjöllun og afgreiðslu hvað varðar kjör í Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar fram að næsta fundi sveitarstjórnar.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að kjöri í Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanni félagsmiðstöðvar;
Aðalmenn : Ásdís Dögg Guðmundsdóttir, Þórdís Rögnvaldsdóttir, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Sunneva Halldórsdóttir og Hugrún Lind Bjarnadóttir.
Varamaður 1: Björgvin Páll Hauksson, Varamaður 2: Patrekur Óli Gústafsson, Varamaður 3: Eiður Máni Júlíusson.

Til máls tóku:
Valdís Guðbrandsdóttir.
Bjarni Th. Bjarnason.
Kristján E. Hjartarson.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir að óskað hafi verið eftir nýrri tillögu vegna kynjahlutfalls. Sveitarstjóri upplýsti að breytingartillaga barst rétt fyrir fund sveitarstjórnar frá forstöðumanni félagsmiðstöðvar og er hún svo hljóðandi.
Aðalmenn verða:
Sunneva Halldórsdóttir
Patrekur Óli Gústafsson
Hera Margrét Guðmundsdóttir
Eiður Máni Júlíusson
Hugrún Lind Bjarnadóttir

Varamenn verða:
1. varamaður: Björgvin Páll Hauksson
2. varamaður: Þórdís Rögnvaldsdóttir
3. varamaður; Ásdís Dögg Guðmundsdóttir.

Ekki komu fram aðrar tillögur.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda breytingartillögu.

Ungmennaráð - 5. fundur - 29.01.2015

Hugrún Lind Bjarnadóttir var kosin formaður ungmennaráðs. Sunneva Halldórsdóttir verður áfram varaformaður.