Skýrsla forstöðumanns vinnuskóla 2014

Málsnúmer 201409149

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 61. fundur - 07.10.2014

Lögð fram skýrsla fá Elínu Rós Jónasdóttur, forstöðumanns vinnuskóla sumarið 2014. Þar kemur fram að í heildina hafi vinnuskóli gengið vel, en þetta er fyrsta sumarið sem vinnuskóli heyrir beint undir fræðslu- og menningarsvið. Mikið samstarf var við umhverfisstjóra enda stór hluti verkefna á hans verksviði. Hlutfall nemenda var í kringum 70-80% í árgöngum 2000 og 1999, en einungis um 25% af árgangi 1998, sem mörg hver fá vinnu annarsstaðar.
Allir nemendur vinnuskólans voru kallaðir inn í viðtal í upphafi og fengu einnig allir umsögn í lok sumars.
Vinnuskólinn var í samstarfi við hina ýmsu aðila, s.s. leikskóla, íþróttafélög og Hvalaskoðun Níelsar. Með slíku samstarfi var verið að bjóða nemendum að kynna sér hinar ýmsu hliðar atvinnulífsins. Gekk þetta fyrirkomulag vel fyrir sig og nú þegar hafa fleiri sýnt þessu áhuga fyrir næsta ár. Skýra þarf betur rammann fyrir þessa starfsemi fyrir næsta ár.
Allir flokkssjórar fóru á námskeið SÍMEY í upphafi sumars, sem er sérhannað fyrir floksstjóra. Haldin voru tvö námskeið fyrir nemendur, "Einelti og samskipti á vinnustað" og "Gerð ferilskrár"
Tækjabúnaður vinnuskóla þarf að endurnýja að hluta og hefur það nú þegar verið sett fram í starfsáætlun- og fjárhagsáætlun fyrir vinnuskólann.

Elínu Rós eru þökkuð vel unnin störf og greinargóð skýrsla.