Þátttaka Dalvíkurbyggðar í heilsueflingu starfsmanna og hvatningu til líkamsræktar; tillaga að reglum um Heilsusjóð.

Málsnúmer 201409148

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 724. fundur - 22.01.2015

Í starfs- og fjárhagsáætlun 2014 er gerð ráð fyrir kr. 1.410.000 vegna Heilsusjóðs starfsmanna Dalvíkurbyggðar, deild 21-60. Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga stjórnar Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar ásamt breytingartillögum framkvæmdarstjórnar er varðar úthlutunarreglur úr sjóðnum og framkvæmd úthlutuna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum.

Byggðarráð þakkar stjórn STDB sérstaklega fyrir vinnu þeirra við tillögu að reglunum og aðkomu þeirra að þessu verkefni.