Tryggingar Byggðasafnsins Hvols

Málsnúmer 201409076

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 47. fundur - 11.12.2014

Undir þessum lið sat Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hvols fundinn.
Til umræðu voru tryggingar á munum Hvols og að hvaða marki rétt sé að tryggja oft óbætanlega muni.

Íris fór yfir svör sem hún hefur fengið frá nokkrum söfnum á landinu um hvernig tryggingarmálum þeirra er háttað, en oft er það svo að fjársterkir aðilar s.s. ríki og sveitarfélög tryggja ekki óbætanlega hluti.

Menningarráð leggur til að lausarfjártrygging safnsins verði aukin í um 30. m. kr. og felur Írisi að ganga frá því.