Karlsá, tenging við veitukerfi Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201409050

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 16. fundur - 10.09.2014

Jökull Bergmann sendir inn erindi f.h. Bergmanna ehf. um ósk að íbúðarhúsið að Karlsá verði tengt hita- og vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Fram kemur í erindi hans að fyrirhugað er að leggja rafmagn frá Hóli og vaknar þá upp sú spurning um hvort hægt sé að samnýta skurðinn fyrir allar veitur. Um er að ræða skurðlengd sem er um 1,5 km. langur.
Einnig kemur fram í erindi hans ósk um endurnýjun á rotþró.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að sett verði niður rotþró að Karlsá. Einnig er samþykkt að tengja kalt vatn og leggja rör fyrir ljósleiðara að Karlsá. Ráðið óskar eftir ferkari upplýsingum um þá þörf á heitu vatni sem óskað er eftir.