Þjónusta sveitarfélaga við innflytjendur

Málsnúmer 201409048

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 180. fundur - 09.09.2014

Tekið var fyrir bréf dags. 02.07.2014 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á breytingum á lögum nr. 96/2002 um útlendinga. Breytingar sem hafa áhrif á sveitarfélögin eru ákvæði um skráningarvottorð og dvalarskírteini til handa EES/EFTA borgurum og aðstandendum þeirra. Einnig hafa verið gefnar út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um móttökuþjónustu og aðstoð við félagslega þátttöku flóttafólks. Sambandið hefur einnig unnið að greiningu á gráum svæðum milli ríkis og sveitarfélaga hvað varðar ýmsa þætti velferðarþjónustu. Meðal atriða sem komið hafa til skoðunar er endurgreiðsla á fjárhagsaðstoð sem sveitarfélög veita innflytjendum.
Lagt fram til kynningar