Ný hugsun og þróun í heimaþjónustu í hinum vestræna heimi

Málsnúmer 201409047

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 180. fundur - 09.09.2014

Tekið er fyrir erindi frá 25. júlí 2014 frá Velferðarráðuneytinu en þann 3. október 2014 er ráðstefna um Nýja hugsun og þróun í heimaþjónustu, um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu. Öll Norðurlöndin hafa mótað stefnu byggða á þeirri sýn að sem flestir geti búið á eigin heimilum, óháð aldri, heilsufari og fötlun. Því hefur samþætt þjónusta við fólk á heimilum sínum aldrei verið mikilvægari en nú. Á ráðstefnunni verður skoðuð reynsla Norðurlandanna af samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu og lagt mat á hvernig hún mætir þörfum notenda.
Lagt fram til kynningar