Börn með víðtækan vanda - úrræði

Málsnúmer 201409046

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 180. fundur - 09.09.2014

Bréf barst frá Velferðarráðuneytinu 28. ágúst 2014 þar sem kynnt er nýtt sérfræðingateymi sem Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað sem veita skal sveitarfélögum ráðgjöf um hvernig best verði háttað þjónustu við einstök börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir og fjölskyldur þeirra. Í þessu samhengi er átt við aðstæður þar sem vandinn er slíkur að fullreynt er að mati sveitarfélagsins að börnin geti áfram búið í foreldrahúsum og eru talin þurfa sérsniðin búsetuúrræði.
Lagt fram til kynningar