Frá skólastjóra Árskógarskóla; Ósk um viðauka vegna skólaaksturs 2014.

Málsnúmer 201409042

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 708. fundur - 18.09.2014

Undir þessum lið vék Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson af fundi vegna vanhæfis kl. 12:38 og Kristján Guðmundsson, varaformaður, tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 2. september 2014, þar sem fram kemur að ljóst er að skólaakstur liður 4113 fer framúr áætlun skólans vegna skólaaksturs fyrir árið 2014. Haustið 2013 bættist Kálfsskinn við áætlun og leið breyttist en ekki hafði verið uppreiknað í nýjar tölur þegar áætlun 2014 var gerð. Áætlun ársins 2014 hljóðar uppá 2.500.000. kr en ljóst er að staðan verði 3.500.000. kr í árslok. Vegna hækkana kjarasamninga og annarra þátta er ólíklegt að svigrúm verði innan fjárhagsáætlunar ársins 2014 til þess að mæta þessum aukna kostnaði, mögulega þó. Ef ekki verður svigrúm óskar skólastjóri eftir aukafjárveitingu/viðauka við ramma skólans er árið er gert upp.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, vísað á deild 04-24 og viðaukanum er þá mætt með lækkun á handbæru fé.

Gunnþór kom á fundinn að nýju kl. 12:41.