Endurskoðun á Hvatagreiðsluum til einstaklinga

Málsnúmer 201408093

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 59. fundur - 02.09.2014

Nú þegar eitt ár er frá því að Hvatagreiðslur hófust er kominn tími til að endurskoða upphæð niðurgreiðslna. Upphæðin hefur verið kr. 1.400 á einstakling fyrir hverja grein, allt að þrjár greinar. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telja svigrúm vera til að hækka þá upphæð í krónur 1.700 frá 1. október nk.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkur á einstakling muni hækka í kr. 1.700 frá og með 1. október 2014. Íþrótta- og æksulýðsfulltrúa ásamt forstöðumanni Víkurrastar er falið að innleiða þessa breytingu í Æskuræktina.