Frá Lögheimtunni / PACTA; Lögfræðiþjónusta fyrir Dalvíkurbyggð.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201408018

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 704. fundur - 21.08.2014

Tekið fyrir erindi frá Lögheimtunni ehf. / PACTA lögmönnum, bréf dagsett þann 11. ágúst 2014, þar sem fram kemur að PACTA lögmenn hafa áhuga á því að bjóða Dalvíkurbyggð lögmannsþjónustu.

Á 701. fundi byggðarráðs þann 26. júní 2014 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna mögulega samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

Málefni mögulegra samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð er enn til skoðunar hjá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Byggðaráð - 743. fundur - 27.08.2015

Á 704. fundi byggðaráðs þann 21. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá Lögheimtunni ehf. / PACTA lögmönnum, bréf dagsett þann 11. ágúst 2014, þar sem fram kemur að PACTA lögmenn hafa áhuga á því að bjóða Dalvíkurbyggð lögmannsþjónustu.



Á 701. fundi byggðarráðs þann 26. júní 2014 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna mögulega samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð.



Lagt fram til kynningar.



Málefni mögulegra samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð er enn til skoðunar hjá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.



Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní 2015 var eftirfarandi bókað undir máli 201409059:

"Á 707. fundi byggðaráðs þann 11. september 2014 var eftirfarandi bókað í tengslum við erindi frá Sókn lögmannastofu en í erindi þeirra frá 2. september 2014 er óskað eftir því að Sókn lögmannsstofa fái að gera sveitarfélaginu tilboð. Sambærileg erindi hafa borist frá

Pétri Einarssyni (201406099), LEX (201406107), Lögmál ehf. (201407036), PACTA (201408018).



'Lagt fram til kynningar.



Málefni mögulegra samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð er enn til skoðunar hjá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.'



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir verðum í lögmannaþjónustu frá PACTA"



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að tilhögun lögmannaþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð, dagsett þann 19. ágúst 2015, frá PACTA lögmönnum á Akureyri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við PACTA lögmenn um lögmannaþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð á grundvelli ofangreindar tillögu.

Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs ofangreint verkefni.

Byggðaráð - 756. fundur - 29.10.2015

Á 743. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2015 var eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við PACTA lögmenn um lögmannaþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð á grundvelli ofangreindar tillögu. Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs ofangreint verkefni."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Lögheimtunnar ehf./PACTA lögmenn, kt. 710501-3430, um lögmannaþjónustu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir.