Frá Jóhanni Antonssyni; Ritun útgerðarsögu Dalvíkurbyggðar.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201408016

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 704. fundur - 21.08.2014

Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Antonssyni, rafbréf dagsett þann 11. ágúst 2014, þar sem vísað er til áforma meirahluta sveitarstjórnar að rita útgerðasögu Dalvíkurbyggðar samkvæmt málefnasamningi meirihlutans.

Bréfritari lýsir yfir áhuga á því að taka ritun útgerðarsögu Dalvíkurbyggðar að sér og er tilbúinn til viðræðna við byggðarráð og/eða menningarráð um verkefnið, en samhljóða erindi hefur verið send menningarráði.
Byggðarráð þakkar Jóhanni Antonssyni fyrir erindið og að haft verði samband við bréfritara þegar verkefnið verður hafið.