Bakkavarnir við golfvöll 2014.

Málsnúmer 201406113

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 252. fundur - 25.06.2014

Til upplýsinga.
Umhverfisráð vill benda á að umsögn Fiskistofu vantar.

Byggðaráð - 701. fundur - 26.06.2014

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:01 vegna vanhæfis.

Sveitarstjóri, ásamt sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, formanni byggðaráðs og fulltrúum golfklúbbsins fóru þann 23.júní og skoðuðu flóð Svarfaðardalsár við golfvöll. Ákveðið var að kanna sem fyrst kostnað við að bjarga vellinum frá skemmdum. Komið hefur fram að Steypustöðin (sem hafði umsjón með svipaðri aðgerð í fyrra) telur sig geta komist fyrir hættu á frekari flóðum fyrir um 1,5 milljónir.

Sveitarstjóri leggur til við byggðaráð að ákveða styrkveitingu til golfklúbbsins að upphæð 1,5 milljónir til að standa straum að björgun vallarins vegna flóðanna.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2014 allt að upphæð kr. 1.500.000 á deild 06-80; kannað verði með svigrúm innan fjárhagsáætlun ársins til að mæta þessum viðauka.

Guðmundur kom að nýju inn á fundinn kl.10:21.