Umgengni á Böggvisstaðarsandi

Málsnúmer 201405030

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 250. fundur - 07.05.2014

Til umræðu umhverfi og umgengni á Böggvisstaðarsandi.
Umhverfisráð leggur til að nýtt framtíðarsvæði verði skipulagt fyrir geymslugáma og svæðið á böggvisstaðarsandi verði lagt niður. Ráðið bendir á að öll losun á úrgangi og geymsla lausafjármuna er bönnuð á svæðinu.
Ráðið leggur einnig áherslu á að umgengni verði stórbætt á Böggvisstaðarsandi og hvetur umhverfisstjóra að fylgja því eftir.