Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201403198

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 55. fundur - 01.04.2014

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að halda vorfund með forsvarsmönnum íþróttafélaganna 6. maí nk. kl. 16:30. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að boða félögin, bóka sal og veitingar. Á fundinum myndi ráðið vilja ræða stöðuna á gerð siðareglna félaganna og umsókn um unglingalandsmót 2017. Einnig verður óskað eftir hugmyndum að umræðuefni frá félögunum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 56. fundur - 06.05.2014

Ýmir mál voru rædd á fundinum sem ekki voru formlega á dagskrá:

Sameiginlegur búningur fyrir íþróttafélög í Dalvíkurbyggð:
Barna- og unglingaráð er komið af stað með það að kaupa hvítar húfur og munu gera það. Önnur félög/einstaklingar geta þá keypt húfur af þeim. Var því fagnað af öllum félögum og allir á því að þetta væri gott skref í rétta átt. Einnig lögð áhersla á að koma starfshópnum um búningamál aftur saman. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kalla saman hópinn.

Framtíð Sundskála Svarfdæla:
Kristján Ólafsson þakkar fyrir samstarfið undanfarin ár. Kristján gerir athugasemdir við það að ekki hafi verið klárað vinnu við að koma framtíð sundskála Svarfdæla í fastar skorður og skorar á íþrótta- og æskulýðsráð að klára það mál. Íþrótta- og æskkulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að vinna starfshóps væri langt á veg komin og er gert ráð fyrir að skila niðurstöðum í næstu viku.

Reglur um íþróttamann Dalvíkurbyggðar:
Gísli Bjarnason tók upp umræðu um reglur um val á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Rætt var um aldurstakmörk og fjölda aðila sem félögin tilnefna.

Aðstöðumál í íþróttamiðstöð
Gísli Bjarnason gerði athugasemdir við það að ekki sé búið að klára að kaupa búnað í íþróttamiðstöðina, s.s. borð og stóla í andyri. Einnig rætt um nauðsyn þess að kaupa almennilega stóla og borð í Árskógi.