Iðkendaupplýsingar úr æskurækt

Málsnúmer 201403196

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 55. fundur - 01.04.2014

Lagðar voru fram til kynningar tölfræðiupplýsingar úr æskuræktinni sem forstöðumaður Víkurrastar tók saman. Um er að ræða frekar einfaldar upplýsingar sem þarf að vinna betur og munu íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt forstöðumanni Víkurrastar taka saman frekari gögn og leggja fyrir næsta fund. Íþrótta- og æskulýðsráð lýsir yfir ánægju sinni með þann möguleika á tölfræðiupplýsingum og utanumhaldi sem æskuræktin veitir.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 56. fundur - 06.05.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tölfræði niðurstöður sem unnar hafa verið úr iðkendatölum úr æskurækt. Hlutfall hvatagreiðslna stendur í sumum tilfellum alfarið undir kostnaði á þátttökugjöldum viðkomandi einstaklings og að verulegu leyti í mörgum tilfellum. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur áherslu á að skráning verði 100% í æskuækt til að samanburður milli ára verði marktækur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanni Víkurrastar falið að vinna að því með félögunum að skrá alla iðkendur í æskurækt.