Teymiskennsla

Málsnúmer 201403171

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 180. fundur - 26.03.2014

Með fundarboði fylgdi áætlun um innleiðingu teymiskennslu í Dalvíkurskóla á næsta skólaári. Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla greindi frá fyrirhugaðri teymiskennslu sem aukin áhersla verður lögð á í skólanum næsta vetur. Hann fór yfir faglegar, skipulagslegar og fjárhagslegar forsendur og fjallaði um hvernig innleiðingunni verður fylgt úr hlaði. Farið var yfir mikilvægi fræðslu, stuðnings við kennara sem og að verkgreinakennarar auki einnig samstarf sitt.

Fræðsluráð - 182. fundur - 11.06.2014

Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir nokkur atriði varðandi undirbúning innleiðingar teymiskennslu í skólanum á næsta skólaári.
Umræður og spurningar urðu um stöðu mála en Björn upplýsti m.a. að gott námskeið hefði verið haldið í gær.

Birni þakkaðar upplýsingarnar.

Fræðsluráð - 194. fundur - 29.06.2015

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla gerði grein fyrir þeim skrefum sem stigin voru í skólanum varðandi teymiskennslu síðasta vetur.



Hann sagði frá uppgjörsfundi kennara í tengslum við teymiskennsluna og því sem er á döfunni næsta vetur. Gísli lagði fram áætlun um teymiskennslu næsta vetrar.



Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með stöðuna á teymiskennslu í Dalvíkurskóla og þá áætlun sem liggur fyrir næsta vetur.