Reglur um hvatagreiðslur

Málsnúmer 201403012

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 54. fundur - 04.03.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs lögðu fram tillögu að breytingum á reglum um hvatagreiðslur. Lagt er til að réttur til hvatagreiðslna miðist við fæðingarár, ekki fæðingardag. Upp hafa komið vandamál varðandi kerfið ef miðað er við fæðingardag, sem myndi leysast ef miðað er við fæðingarár. Gengið verður frá endurgreiðslum til foreldra barna fædd 2008 sem skráð hafa börn sín í frístundir á árinu og hafa ekki fengið hvatagreiðslur.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir breytingarnar.