Unglingalandsmót UMFÍ 2017. Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 201402126

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 55. fundur - 01.04.2014

Ungmennafélag Íslands óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér 20. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2017. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2014. UMSE er að vinna að umsókn og hefur nú þegar fengið stuðningsyfirlýsingu frá Dalvíkurbyggð til þess. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og upplýsingafulltrúi sveitarfélagsins hafa setið í starfshópi vegna umsóknar og hittist starfshópurinn næst 2. apríl nk. til frekari vinnslu á umsókninni.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 56. fundur - 06.05.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála varðandi umsókn um Unglingalandsmót UMFÍ 2017. UMSE hefur sent inn umsókn til UMFÍ og nú er beðið eftir að fá að fylgja umsókninni eftir með kynningu. Rædd var aðkoma félaganna að mótinu og hversu miklu máli skiptir fyrir íþróttafélögin að fá að halda slík stórmót.