Saman í sumar - styrkbeiðni frá meistarnemum í verkefnastjórnun og Saman hópsins

Málsnúmer 201401149

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 176. fundur - 11.03.2014

Lagt var fram tölvubréf dags. 29. janúar 2014 þar sem meistaranemar í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands eru að vinna verkefnið Saman í sumar. Verkefnið er unnið fyrir hönd Samanhópsins og er um að ræða framleiðslu myndefnis sem birt er á netinu og í auglýsingum í sjónvarpi- myndefnið inniheldur hnitmiðuð skilaboð sem beinir athygli foreldra að ábyrgð þeirra á uppeldi barna sinna og hvetur til jákvæðra samskipta innan fjölskyldunnar.
Félagsmálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 25.000,- tekið af lið 02-32-4915.