Nýtt símakerfi fyrir Dalvíkurbyggð; tilboð frá Símanum.

Málsnúmer 201401138

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 690. fundur - 06.02.2014

Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 er gert ráð fyrir innleiðinu á nýju símakerfi fyrir Dalvíkurbyggð; þ.e. allar stofnanir og fyrirtæki.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir tilboði frá Símanum í í IP hýst einkasímakerfi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ganga til samninga við Símann á grundvelli þeirra forsenda sem kynntar voru á fundinum.

Byggðaráð - 692. fundur - 06.03.2014

Á 690. fundi byggðarráðs þann 6. febrúar 2014 var samþykkt að ganga til samninga við Símann um kaup á IP hýstu einkasímakerfi fyrir Dalvíkurbyggð. Ákvörðun byggðarráðs var staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar 2014.

Fyrir liggur þjónustusamningur um Símavist til 3ja ára.
Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða með 3 atkvæðum eins og hann liggur fyrir og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.