Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Klængshóll

Málsnúmer 201401128

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 247. fundur - 04.02.2014

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Klængshóll, dags. 14.10.2013, var auglýst 07.12.2013. Athugasemdafrestur var til og með 17.01.2014. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að senda hana til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.