Frá innanríkisráðuneytinu; Skil á viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélaga til innanríkisráðuneytisins.

Málsnúmer 201401111

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 689. fundur - 23.01.2014

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 15. janúar 2014, þar sem sveitarfélög eru minnt á skil á viðaukum við fjárhagsáætlun 2013.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 701. fundur - 26.06.2014

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 18. júní 2014, þar sem áréttað er að óheimilt er að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina þar sem útfærð er ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt. Það eru tilmæli ráðuneytisins að sveitarstjórnir yfirfari verklag við gerð viðauka með hliðsjón af ofangreindum upplýsingum.

Meðfylgjandi bréfi þessu er að finna leiðbeinandi framsetningu um yfirlit viðauka fyrir viðkomandi málaflokka (rekstur og fjárfesting) ásamt afriti af viðaukum 2.9 og 2.10 auglýsingar nr. 790/2001.
Ofangreint rætt og lagt fram til kynningar.