Frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar; Beiðni um tilfærslu milli bókhaldslykla.

Málsnúmer 201401073

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 689. fundur - 23.01.2014

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 15. janúar 2014, þar sem óskað er eftir heimild til að nota kr. 464.670 sem eftir standa af launaliðum fjárhagsáætlunar 2013 til að greiða upp í skuld vegna kaupa á klippubúnaði árið 2011. Fram kemur að rúm 2 ár eru liðin frá þessum kaupum og enn eru ógreiddar kr. 1.800.000. Andvirði búnaðarins átti að greiðast með styrkjum og framlögum fyrirtækja og félagasamtaka en minna hefur orðið um efndir af ýmsum ástæðum. Einnig var gert ráð fyrir aðkomu Mannvirkjastofnunar úr sérstökum sjóði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni slökkviliðsstjóra.