Fundur fulltrúa sveitarfélaga og UMSE

Málsnúmer 201312076

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 53. fundur - 04.02.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti niðurstöðu fundar um stefnumótun UMSE sem haldin var 14. janúar sl. af frumkvæði stjórnar UMSE. Fundinn sátu stjórn UMSE og framkvæmdastjóri auk fulltrúa frá Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppi.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að UMSE ljúki vinnu við stefnumótun sem fyrst, skoðað verði hvort mögulegt sé að stækka hérðassambandið og tekið verði tillit til fjölda félaga í Dalvíkurbyggð.