Flutningur vinnuskóla af umhverfis- og skipulagssviði á íþrótta- og æskulýðssvið.

Málsnúmer 201311191

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 51. fundur - 03.12.2013

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynntu ákvörðun sveitarstjórnar um flutning vinnuskóla á fræðslu- og menningarsvið.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 53. fundur - 04.02.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála kynntu stöðu mála á flutningi vinnuskóla frá umhverfis- og tæknisviði yfir til fræðslu- og menningarsviðs, málaflokk 06. Verkefninu hefur ekki verið hafið af krafti og jafnframt þarf að yfirfara fjármálin vel en samþykkt fjárhagsáætlun virðist ekki nógu há við fyrstu skoðun.

Íþrótta- og æskuýðsráð telur mikilvægt að undirbúningur hefjist sem fyrst og felur nýjum og fráfarandi íþrótta- og æskulýðsfulltrúum og sviðsstjóra að funda með umhverfis- og tæknisviði þar sem farið verði yfir samstarf og flutning á verkefninu.

Friðjón Árni Sigurvinsson vék af fundi 9:05.