Spjaldtölvur í skólastarfi

Málsnúmer 201310140

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 177. fundur - 13.11.2013

Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs greindi frá stöðu mála varðandi innkaup á spjaldtölvum í skólum sveitarfélagsins. Nú þegar hefur fyrsta bekkjarsettið verið tekið í notkun í Dalvíkurskóla, nokkrir kennarar í skólunum hafa þegar fengið spjöld og fleiri  spjaldtölvur fyrir hina skólana eru væntanlegar.Jafnframt hefur Dalvíkurbyggð stutt starfsfólks sem vill kaupa sér spjaldtölvur á þann hátt að kaupin verða dregin af launum yfir þriggja mánaða skeið. Er þetta gert með það að markmiði að stuðla að frekari þekkingu starfsmanna á spjaldtölvum.Verið er að vinna reglur fyrir nemendur sem fá spjald til afnota og verða þær kynntar á næsta fundi ráðsins.Margrét Magnúsdóttir umsjónarkennari 7. bekkjar upplýsti um hvernig spjaldtölvunotkunin fer af stað í hennar bekk. Til upplýsinga.  

Fræðsluráð - 178. fundur - 11.12.2013

Farið var yfir samning um spjaldtölvur er varðar heimlán og einkaafnot nemenda af slíkum gripum. Samningurinn er þannig uppsettur að undir hann riti nemandi, foreldri og fulltrúi skóla. Í samningnum er fjallað um notkun, ábyrgð og umgengni við spjaldtölvurnar. Fræðsluráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir.