Frá innanríkisráðuneytinu; Fjármál sveitarfélaga.

Málsnúmer 201310127

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 682. fundur - 14.11.2013

Tekið fyrir erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, bréf dagsett þann 23. október 2013. Efni bréfsins er tvíþætt, annars vegar að greina frekar frá fjárhagslegum viðmiðum EFS sem nefndin hefur til hliðsjónar vegna yfirferðar á fjármálum sveitarfélaga og hins vegar að óska eftir upplýsingum frá öllum sveitarstjórnum með hvaða ætti þær hagi fjármálastjórn síns sveitarfélags og eftirliti með því frá mánuði til mánaðar.

Óskað er eftir svörum eigi síðar en 1. desember n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi.