Svæðisskipulag Eyjafjarðar, endalega afgreiðsla sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar

Málsnúmer 201310028

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 244. fundur - 16.10.2013

Endanleg útfærsla á svæðisskipulagi Eyjafjarðar lagt fram til staðfestingar.

Þrjár athugasemdir bárust við fyrirliggjandi tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar og voru þær teknar til afgreiðslu á 34. fundi svæðisskipulagsnefndar, sem haldinn var 9. september sl. Fyrir fundi umhverfisráðs liggur fundargerð nefndarinnar og tillaga hennar að svari og viðbrögðum við fyrrgreindum athugasemdum. Um er að ræða breytingar á skipulagsgögnum sem taldar eru upp í þrem töluliðum í fundargerðinni en öðrum athugasemdum er svarað samkvæmt afgreiðslu í athugasemdaskjali sem er fylgiskjal með fundargerðinni.

Umhverfisráð  leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framkomna tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar og veiti heimild til þess að senda það til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.