Samningur um styrk vegna tómstundastarfs aldraðra.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201308070

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 671. fundur - 29.08.2013

Sveitarstjóri kynnti drög að samningi til 3ja ára á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar um þátttöku Dalvíkurbyggðar í félags- og tómstundastarfi á Dalbæ.

Á undanförnum árum hefur Dalvíkurbyggð veitt framlag í félags- og tómstundastarf á Dalbæ með vísan í 40. gr. laga um félagsþjónstu sveitarfélaga samkvæmt ákvörðun við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni. Styrkur samkvæmt fjárhagsáætlun 2013 er kr. 3.000.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóri og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs umboð til samninga vð forsvarsmenn Dalbæjar í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 674. fundur - 26.09.2013

Tekið fyrir bréf frá stjórn Dalbæjar, bréf dagsett þann 23. september 2013, þar sem fram kemur að stjórn Dalbæjar samþykkti á fundi sínum þann 16. september s.l. drög að samingi milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar um þátttöku Dalvíkurbyggðar í félags- og tómstundastarfi á Dalbæ.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu ofangreind samningsdrög sem voru til kynningar á 671. fundi byggðarráðs. Samningurinn er til 3ja ára og samningsupphæðin er 3,5 m.kr. á ári og hækkar árlega skv. vísitölu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir með áorðnum breytingum og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.