Heimild fyrir yfirdráttarláni vegna almenningssamgangna

Málsnúmer 201307076

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 669. fundur - 01.08.2013

Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, dags. 25. júlí 2013, þar sem óskað er eftir heimild aðildarsveitarfélaga Eyþings til stjórnar Eyþings til að taka yfirdráttarlán að upphæð allt að 10 mkr. Í bréfinu er vísað til 1. liðar meðfylgjandi fundargerðr stjórnar Eyþings frá 17. júlí sl. um þann rekstrarvanda sem við er að etja í almenningssamgöngum á vegum Eyþings. Til að hægt verði að standa við samninga við verktaka þarf að grípa til ráðstafana, m.a. mögulega að fá yfirdráttarlán, samtals allt að 10 mkr.

Byggðaráð samþykkir erindi stjórnar Eyþings um heimild til að taka yfirdráttarlán að upphæð allt að 10 mkr. en lýsir jafnframt yfir áhyggjum af skuldasöfnun vegna almenningssamgangna og að rekstrarniðurstaða sé svo fjarri þeim áætlunum sem kynntar voru í upphafi og þeim væntingum sem bundnar voru við nýjan rekstraraðila.

Byggðaráð minnir á þær ábendingar sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar, ásamt ýmsum áður notendum þjónustunnar, settu fram varðandi þá áætlun sem sett var í gang eftir áramót þar sem þjónusta við skólafólk í Dalvíkurbyggð og þá sem sækja vinnu til Akureyrar var skert þannig að einungis hluti þeirra sem áður nýttu sér almenningssamgöngur hefur getað nýtt sér hana síðan.

Byggðaráð krefst þess að áður en lengra er haldið verði gerð  vönduð þarfagreining á svæðinu og að áætlanir byggi síðan á henni.

Þá bendir byggðaráð á varðandi lið 5 í fundargerð stjórnar Eyþings frá 17. júlí, Bréf frá Vegagerðinni um umsjón með styrktum ferjum á Norðurlandi Eystra, að ferjusiglingar til Grímseyjar og Hríseyjar eru frá höfnum Dalvíkurbyggðar. Því er mælst til þess að við ákvörðun um það mál verði haft  samráð við fulltrúa Dalvíkurbyggðar.