Bæjarhátíðarmerki - Fiskidagurinn mikli

Málsnúmer 201307057

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 669. fundur - 01.08.2013

Tekið fyrir rafbréf, dags. 18.07.2013, frá Lindu Ólafsdóttur sem myndskreytti og hannaði frímerkjaseríu fyrir Póstinn sem kallast Bæjarhátíðarfrímerki. Fiskidagurinn mikli er ein þeirra fimm hátíða sem valdar voru til að prýða þessi frímerki. Nú hefur Linda hug á að selja frumteikningar merkjanna, handteiknuð á karton og innrömmuð og að andvirði þeirra renni til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Verðviðmið er 50 - 100 þús. kr. Dalvíkurbyggð stendur til boða að kaupa myndina með Fiskidagsfrímerkinu.
Byggðaráð samþykkir að styðja verkefnið með því að kaupa myndina fyrir  75 þús.kr.Tekið af lið 21 51 4915  auglýsingar og kynningarstarfsemi.