Þjónusta við hælisleitendur

Málsnúmer 201307051

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 669. fundur - 01.08.2013

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu dags. 10. júlí 2013, en bréfið er stílað á framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Fram kemur að umsóknum um hæli á Íslandi hefur fjölgað og málsmeðferð stjórnvalda lengst. Til að bregðast við þessu efndi ráuneytið til sértaks átaks í búsetu og stjórnsýslumálum hælisleitenda. Sem lið í því átaksverkefni er leitað eftir samstarfi við sveitarfélög um þjónustu við hælisleitendur. Í slíkri þjónustu mundi felast að sveitafélag útvegaði húsnæði, tiltekna félagslega þjónustu og annaðist greiðslu dagpeninga til framfærslu.
Í Dalvíkurbyggð er hörgull á íbúðarhúsnæði og þegar af þeirri ástæðu telur byggðaráð það ekki kost að sækjast eftir samstarfi við innanríkisráðuneytið um þetta verkefni.