Starfs- og námsráðgjöf

Málsnúmer 201305027

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 171. fundur - 14.05.2013

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Farskólanum dags. 24. apríl 2013. Starfsmönnum sem vinna með fötluðum á Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð er boðið upp á náms- og starfsráðgjöf þeim að kostnaðarlausu. Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra heldur utan um verkefnið en fá starfsráðgjafa Símeyjar í Dalvíkurbyggð með í verkefnið.
Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með þetta framtak.