Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 201305025

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 171. fundur - 14.05.2013

Félagsmálastjóri lagði fram tölvubréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 3. maí 2013. Í bréfinu eru kynnt lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Hin nýju lög kveða á um skipan sérstakrar réttindavaktar velferðarráðuneytisins, réttindagæslumenn og persónulegir talsmenn fatlaðs fólks. Haustið 2012 bættist mikilvægur kafli við lögin sem fjallar um ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk.
Lagt fram