Foreldrakannanir 2013

Málsnúmer 201304106

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 173. fundur - 08.05.2013

Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi kynnti helstu niðurstöður úr foreldrakönnunum Árskógarskóla, Krílakots, Kátakots og Tónlistarskólans en kannanirnar voru lagðar fyrir í mars-apríl síðastliðinn. Helstu niðurstöður  eru að almenn ánægja er með skólana og starfsfólk þeirra. Hins vegar kemur fram óánægja með húsnæði á Kátakoti og margir foreldrar á bæði Kátakoti og Krílakoti leggja til að skólarnir verði sameinaðir og að byggt verði við Krílakot en sú framkvæmd er á þriggja ára áætlun sveitarfélagsins. Nokkurrar óánægju gætir með matinn í Árskógarskóla og í Dalvíkurskóla en á Krílakoti og Kátakoti eru foreldrar almennt ánægðir með matinn. Í kringum helmingur foreldra allra skólanna virðast taka jákvætt í hugmyndir um skólabúning og meirihluti foreldra telur að þeir geti haft áhrif á stefnu og starf skólanna. Nokkuð stór hluti foreldra er ekki ánægðir með heimasíðu skólanna en mest er ánægjan með heimasíðu Árskógarskóla. Almenn ánægja er með tónlistarskólann og starfsfólk hans. Þó kemur fram að einhverjir foreldrar sakna dagbókarnotkunar þar og þátttöku í Nótunni. Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með svo góðar niðurstöður kannananna, ljóst er að starfsfólk skólana er að vinna vel og gera góða hluti. Jafnframt óskar ráðið eftir að stjórnendur skoði hvort rétt sé að bregðast við einhverjum af þeim ábendingum sem komu fram.