Fundur með foreldrum barna af erlendum uppruna: móðurmál og frístundir

Málsnúmer 201304105

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 173. fundur - 08.05.2013

Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi kynnti vinnu vegna fundar með foreldrum skólabarna af erlendum uppruna. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 10. maí og hafa nokkur stærstu fyrirtækin í sveitarfélaginu samþykkt að veita starfsfólki sínu leyfi frá störfum til að sækja fundinn. Á fundinum verður fjallað um tvítyngi, móðurmál og tómstundaiðkun. Haldin verða stutt erindi og samræður fara fram með foreldrum. Fulltrúar íþróttafélaganna í byggðalaginu munu vera með kynningu á starfsemi sinni. Fundurinn er ætlaður bæði foreldrum leik- og grunnskólabarna. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með fyrirhugaðan fund og óskar eftir kynningu á niðurstöðum fundarins að honum loknum.