Ársskýrsla og ársreikningur UMF Svarfdæla 2012

Málsnúmer 201304102

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 47. fundur - 07.05.2013

Kristján Ólafsson formaður UMF Svarfdæla fór yfir ársskýrslu 2012. Félagið stendur vel og verkefnin voru fjölmörg.Fimleikadeild hefur verið í miklum fjáröflunum vegna áhaldakaupa. Þar fjölgar stöðugt í hópi iðkenda. Jafnframt bættust við þjálfarar á haustmánuðum. UMFS hefur verulegar áhyggjur af snjóþungum vetri. Ný heimasíða var opnuð á árinu 2012. Stefán Garðar Níelsson formaður Dalvík/Reyni kynnti helstu verkefni félagsins á árinu 2012. Þar ber hæst mikill ferðakostnaður, völlur sem er dýr í rekstri og aðstöðuleysi yfir vetrartímann. Eyrún Rafnsdóttir stjórnarmaður í barna- og unglingaráði fór yfir árið 2012. Iðkendur eru um 140 og gekk starfið almennt vel. Félagið hefur áhyggjur af aðstöðuleysi til æfinga. Félagið tók þátt í mörgum mótum á árinu. Magnús Á Magnússon stjórnarmaður hjá deild frjálsra íþrótta fór yfir erfiða stöðu deildarinnar á árinu 2012. Skráð börn á árinu 2012 voru 35 en þar sem þjálfari hætti á vorönninni og ekki fékkst nýr þjálfari fyrr en seint á árinu hefur orðið nokkuð brottfall og erfiðlega hefur gengið að ná þeim inn aftur.